blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Í dag hóf ég störf á Akademisk Rejsebureau. Það virðist ætla að verða jafn erilsamt og ég hafði gert mér í hugarlund. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ég á að ná öllum þeim verkefnum sem mér eru ætluð á þeim níu tímum á viku sem samningurinn hljóðar upp á. Það verður að koma í ljós. Á mínum fyrsta vinnudegi tók ég meðal annars þátt í því að velja húsgögn fyrir skrifstofuna og kaupa fartölvu, sem ég setti svo upp alveg sjálf. Það var reyndar ekkert flókið, ég held bara gjarnan af vana að ég kunni ekkert á tölvur. Það er víst svona hugsunarháttur sem aftrar konum á framabrautinni og best að venja sig af honum sem fyrst. Jæja, en þetta virðist ætla að verða afskaplega spennandi vinna og ég er mjög ánægð með að hafa krækt mér í hana. Nú mun ég t.d. læra á Excel, læra að vinna með bókfærslur, búa til kvittanir og reikninga, og fá að tala og skrifa heilan helling af rússnesku. Það er sko það besta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home