Oj oj rigningarprump. Til allrar hamingju fer ég til Kaliforníu á laugardaginn, og þar skín sólin nærri alltaf. Sá er hinsvegar galli á gjöf Njarðar, að það tekur 17 klukkutíma að komast þangað, og þar af eru 11 1/2 í einni runu í flugvél frá París til L.A. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lifa þetta af. Á einhver svefnlyf og getur lánað mér eins og eina pillu? Ég er búin að skoða ýmsa möguleika í stöðunni, sem er sú að flugið héðan til Parísar er kl.7, sem þýðir að ég þarf að fara á fætur um 3 og vera komin út á flugvöll kl.5. Það býður upp á nokkra valkosti:
1. Fara ekki að sofa. Þannig ætti ég að geta sofið mest alla flugferðina, en ég er alveg rosalega slöpp að halda mér vakandi á nóttunni. Ef ég legg mig um kvöldið eða um daginn á morgun væri þetta kannski hægt.
2. Sofa í nokkra klukkutíma. Þá er ég bara hrædd um að ég sofi bara til Parísar og verði þannig vakandi meiri hlutann af hryllingsfluginu til LA.
3. Fara að hátta á venjulegum tíma og láta þetta ráðast, en það er mjög svipaður möguleiki og nr.2.
Ég bara meika ekki að sitja glaðvakandi í þessari vél, en það var það sem gerðist seinast þegar ég fór. Þá flaug ég Köben - Keflavík - San Fransiskó, og seinasti hluti ferðarinnar var bara 8 tímar, og það var grútleiðinlegt. Fyrir utan það að ég verð rugluð af því að sitja kyrr svona lengi og fæ auk þess strengi og harðlífi. Og svo fara a.m.k. þrír dagar í að jafna sig af tímamuninum. Nei, svei mér þá. Ég held að það sé best að ég taki mér góðan lúr einhvern tíma á morgun og haldi mér vakandi. Það er eina ráðið. Ef þið lesendur hafið mikla reynslu af löngum flugferðum og hafið einhver góð ráð, endilega komið með þau, sérstaklega ef ykkur finnst ég hafa tekið kolranga ákvörðun í þessu máli.
2 Comments:
Sæl Elskan mín. Ég mæli með því að þú sofir vel fyrir ferðina og hvílir þig og drekkir mikið vatn og borðir ekki mikið, og þá helst bara jógúrt fyrir flugið. Það verndar magann. Svo skaltu hafa með þér EYRNATAPPA, þeir svínvirkuðu fyrir mig frá Minnesota til Keflavíkur um árið. Gott magn af ærlegum tímaritum, krossgátum, og þvílíku afþreyingardrasli. Dagbók og penna. Vatnflösku. Nammi. I-pod eða ferðaspilara af öðru tagi. Góða bók (t.d. létta kilju keypta á vellinum, mæli með The other side of the story eftir Marian Keyes, hún er MJÖG löng en ákaflega spennandi og aflestrargóð). Taka svo bara einn tíma í einu! Sjá:http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=2380
By Tinnuli, at 2:05 f.h.
Skvísa, skemmtu þér alveg svakalega vel í sólinni. Er sjálf á leiðinni í sólina, en reyndar töluvert styttra flug, bara til Barce.
Löng flug, líst vel á allt sem Tinna hafði fram að færa. Svo eru nú sýndar bíómyndir í þessum löngu flugum svo það getur stytt tímann líka. Bara að hafa nóg af dóti meðferðis!!!
By Sif, at 2:12 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home