Smá uppfærsla á mínum högum. Líf mitt og athafnir virðast að jöfnu hulin nokkurri móðu fyrir fjölskyldu, vinum og kunningjum, og það er svosem ekkert að undra, enda yfirleitt heilmikið í gangi hjá mér. Því ætla ég að uddybe dette nærmere, eins og Danir segja:
Skóli
Nú er ég á fyrsta ári í meistaranámi í rússnesku, og reikna með að ljúka námi eftir eitt og hálft ár, s.s. þrjár eða fjórar annir.
Vinna
30.desember síðastliðinn tók ég mína seinustu vakt í umönnun aldraðra og ætla að aldrei að vinna við það meir. Þar með lauk 7 ára starfsframa í þeim bransa.
Á seinustu haustönn byrjaði ég að kenna rússnesku við DIS (Danmarks Internationale Studieprogram), þar sem ég áður vann sem Teaching Assistant. Þar kynntist ég einmitt kærastanum mínum, sem var í námi þar á seinasta ári. Á þessari önn verð ég áfram að kenna, og byrja líka að vinna fyrir Akademisk Rejsebureau. AR sérhæfir sig í ferðum til Rússlands og Úkraínu. AR er rekið af Jon Kyst og Thomas Köhler, Jon Kyst er einn af kennurunum í skólanum mínum og ég hef verið að vinna heilmikið fyrir og með honum undanfarin ár, sem Teaching Assistant og við uppbyggingu þessarar ferðaskrifstofu.
Annað
Kærastinn minn býr í Ameríku. Á laugardaginn fer ég að heimsækja hann í tvær vikur. Ég hef verið talsvert viðriðin félagslíf í skólanum og ætla að halda því áfram. Ég ætla að koma til Íslands í vor eða sumar. Ég er alveg löööngu hætt að vera grænmetisæta en hinsvegar verð ég alltaf femínisti.
Er þetta ekki bara allt í bili?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home