Suss hvað það er kalt. Þó ísstormurinn mikli hafi ekki komið við í San Luis, er hér öngvu að síður andstyggilegur kuldi og sérstaklega innandyra. Þegar þetta er ritað er ég með tvö sjöl vafin um líkama minn, með húfu á höfði og loðsokka á fótlum, og nýbúin að koma handklæði fyrir undir bossanum. Ekki vegna þess að ég pissi svo mikið í mig, heldur vegna þess að stóllinn sem ég sit á er kaldur sem gröfin og ég er hrædd um að það sé óhollt fyrir konur að sitja á köldum stólum. Það segja Rússarnir a.m.k., og hvort sem að er satt eður ei, er það óþægilegt.
Það er svo mikið af mat í þessu landi. Í hvert sinn sem ég kem inn í Albertsons eða aðra meðal matvöruverslun liggur mér við yfirliði vegna hins gríðarlega úrvals. Það er hreinlega allt til. Og hér í húsinu sem Armen býr i með þremur öðrum strákum, virðast niðursuðudósir, pokar og pakkar með matvöru af ýmsu tagi hreinlega vaxa í öllum skápum og skúffum. Sömuleiðis virðast muffins og súkkulaðikökur baka sig sjálfar á nóttunni eða þegar ég sé ekki til, a.m.k. er alltaf eitthvað nýtt bakkelsi frammi í eldhúsi. Allt löðrandi í sykri.
Nú ætla ég að smella inn nokkrum myndum síðan seinast.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home