Ég er alveg standandi hissa á því hvað ég virðist vera lunkin í þýskunni, þrátt fyrir að hafa haldið því fram í mörg ár að ég kunni sko "ekkert" í þessu máli. Nú var ég í Þýskalandi á dögunum og skildi þar flest sem fram fór. Einnig tókst mér að kaupa stígvél (fyrir 30 evrur, notabene!) og velja stoðinnlegg í stað ullarinnleggja ganz aleine, sem og ýmis annað smádót. Nú er ég að lesa Die Russische Sprache der Gegenwarte eftir málfræðinginn Isachenko, s.s. rússnesk málfræði og málvísindi - Á ÞÝSKU! Já, ef hann Þorvarður vissi þetta nú. Hann yrði sko alveg lens. Eg er sjálf sehr lens.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home