Það er nú merkilegur andskoti hvað maður fær aldrei leið á því að fara á fyllerí. Ótrúlegt alveg hreint.
Í dag er myrkur úti og rigning, hressandi svona í sambland við timburmennina. Jólin eru eftir viku og fjórum dögum seinna verð ég 26 ára. Mér finnst það ansi hár aldur miðað við ...tja, mig. Þetta árið er ég að spá að halda samsæti (kemur á óvart), er búin að vera að máta ýmislegt annað í huganum en er nú komin að þeirri niðurstöðu að það sé skemmtilegast að taka eldhúsið í brúk og bjóða fólki hingað í snakk og drykki.Ég þekki líka svo mikið af skemmtilegu fólki að það ætlar engan enda að taka.
Mér finnst óskaplega gaman að eiga afmæli og hefur alltaf fundist það síðan ég var lítil stelpa. Á afmælisdaginn minn vil ég helst láta allt eftir sjálfri mér og vil að aðrir veiti mér fullt af athygli. Mér finnst líka mjög gaman að fá afmælisgjafir og sérstaklega ef gefandinn hefur greinilega valið gjöfina spes handa mér. Ég hef eiginlega aldrei spáð svo mikið í brúðkaupsdeginum mínum eins og margar stelpur gera, eða látið mig dreyma um þann eina dag sem ég fæ að vera prinsessa. Því það vil ég helst vera á hverjum afmælisdegi.
1 Comments:
hæhæ:) til hamingju með afmælismánuðinn;) ég sit hér í hitanum í venezuela bara... :D
By Halla, at 5:02 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home