blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, desember 21, 2006

Elsku fólk, sérstaklega þið sem eruð á námslánum. Hvernig reiknar maður eiginlega út hversu mikið maður má hafa í tekjur? Ég er að fara að byrja að vinna á Academic Travels og þarf að vita hversu mikið ég má vinna mér inn áður en ég skrifa undir samninginn. Vissulega stendur eitthvað um 12% á heimasíðu LÍN, en 12% af hverju? Tekjum ársins 2006? Þær koma málinu ekki við þar sem ég ætla ekki að vinna mér eins mikið inn á árinu 2007. Hvar eru mörkin - skerðast lánin átómatískt ef maður er að vinna með námi, eða er hægt að halda sig undir einhverjum vissum mörkum til þess að fá ekki greiðslu hjá bankanum í hausinn?? Ég hef nefnilega lent í því og það var ekki skemmtilegt.

Ef einhver getur leitt mig í sannleika um þetta mál, er sú hjálp AFAR vel þegin.

Mange tak, Anna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home