Það er alltaf dulítil kisa, gulbröndótt og bústin, að sniglast fyrir utan húsið sem ég bý í. Þegar maður kemur út á morgnana situr hún gjarnan á bílastæðinu og kemur hleypur hún mjálmandi á móti manni (ég er nokkuð viss um að hún hafi ekkert sérstakt dálæti á mér, ég held að hún sé bara mannagæla) og vill láta klappa sér og klóra. Fyrir einmana kvensur eins og mig, sem engar kisur eiga til að knúsa, og bara kærasta í úgglöndum, er þetta dásamlegur lúxus sem ég tek ævinlega fagnandi hendi. Í morgun lá hún og hringaði sig í sólargeislanum við aðalinnganginn. Mig langar stundum til að bjóða henni inn og gefa henni túnfisk eða þorskshrogn, en það er sjálfsagt ekkert sniðugt. Það myndi bara valda misskilningi.
1 Comments:
sæt saga
By Unknown, at 1:25 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home