blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, júní 19, 2007

Það er alveg stórmerkilegt að hafa svona lítið að gera. Til allrar hamingju er ég komin með leið á sjónvarpinu,og horfi í mesta lagi á Bráðavaktina á daginn. Enda er það einn af mínum allra uppáhaldsþáttum. En svo hefur mér tekist að lesa nokkrar bækur, sem ég hef sannarlega ekki gert nóg af seinustu árin.
Loksins tókst mér að komast framhjá fyrstu þrjátíu síðunum í Vefaranum mikla frá Kasmír, en þá bók hef ég átt í sjö ár án þess að geta klárað hana. Ég held að ég hafi þurft að kynnast Dostojevskíj til að geta lesið Laxness. Nú vil ég gjarnan lesa meira af Laxness, hef bara lesið Sjálfstætt fólk og hana má svo sannarlega lesa aftur. Svo hef ég verið að gera plön um að lesa dálítið af fræðibókum í sumar, og ég held svo sannarlega að ég sé að komast í gír til þess. Og í sumar SKAL ég komast í gegnum Bræðurna Karamazov - það er önnur bók sem ég á, en stoppa alltaf á sama stað. Það er í raun ekki af því að mér finnist hún leiðinleg, alls ekki. Að einu leyti er mjög mikið af persónum í henni og nokkuð erfitt að hafa yfirblik yfir hver er hver, og svo hefur það nánast alltaf gerst þegar ég hef hafist handa við lestur þessarar bókar, að það hefur hreinlega verið mikið í gangi og ég kannski sleppt því að lesa í henni nokkur kvöld í röð, og þá fer allt út um þúfur. En í júlí ætti ég að hafa nægan tíma, meðal annars á flugi yfir Atlantshafið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home