Viggó viðutan
Nú er ég orðin alveg rugluð. Síðan á mánudaginn hef ég ekki gert annað en að gleyma hinu og þessu. Það byrjaði með því að ég gleymdi að fá 100 kr tilbaka í Fakta, og fattaði það svo auðvitað ekki fyrr en eftir lokun sama kvöld. Í gær var lokað í Fakta sökum þjóðhátíðardags, en ég ætla að fara þangað í dag með kvittunina og sjá hvort ég geti fengið peninginn minn tilbaka. Ég hringdi svo í mömmu þegar ég fattaði að ég hafði gleymt peningnum, til að segja henni frá þessu. Og gleymdi að hún átti afmæli, sem hún minnti mig svo sjálf á.
Jæja, í gær ákveð ég svo að skella mér til Rostock að heimsækja Steffi helgina 15. - 17.júní. Sem er að öllu leyti góð hugmynd, nema það að Anna og Pawel stoppa í Kaupmannahöfn þann 16.júní, og ég var eiginlega búin að segjast ætla að hitta þau. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég var búin að kaupa miðana og plana heimsóknina í samráði við Steffi, og þá fannst mér of asnalegt að hætta við. Til allrar hamingju eru þau skötuhjúin þó ekki bara að koma að heimsækja mig, heldur eru þau á leiðinni til Póllandzs í schnitzel og súrkál. Svo á hún Tinna mín leið hjá þann 18., og hana ætla ég auðvitað að hitta. I mellemtiden hafði mér þó tekist að staðfesta mætingu mína í grillpartí sama dag og bjóða annarri vinkonu minni með, en því hef ég nú aflýst. Ég veit svei mér ekki hvað er að gerast með hausinn á mér. Kannski nota ég hann bara ekki nóg.
2 Comments:
Anna mín, ertu alveg lens, ég á leið hjá þann 11. júní! :)
By Tinnuli, at 5:51 e.h.
mwahaha!
By Unknown, at 1:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home