blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, maí 29, 2007


Ó hlæhlæ. Kannski hef ég sett þessa mynd hér inn áður. En hún er bara svo frábær. Myndin er tekin á Hróarskeldu á seinasta ári. Við Anna vorum vel í því um miðjan dag og stungum okkur inn í tjald til að bragða á bokkunni og ná í meira heitt hvítvín. Við tókum þessa mynd og kíktum svo strax á hana, og Anna segir: "Guð, og hér er ég með einhvern hatt!" Hatt! Hvaða hatt, fyrir augnabliki var hún ekki með neinn hatt og hvaðan ætti hatturinn að koma? Það rétta er auðvitað að þarna er flugnanetið að þvælast, en mér finnst bara svo stórkostlegt að það sé hægt að gleyma þvi á minna en tíu sekúndum að maður sé ekki með neinn hatt. Svo er bokkan í miðjunni og púkasvipurinn á mér, sem gægist þarna með eitt auga, bara einum of fyndið.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home