blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, september 11, 2007

Aðeins um mig. Hér hefur ekkert verið skrifað lengi nema um Ungdómshúsið sáluga, og svo mikinn áhuga hef ég nú ekki á því.

Ofan í manager-titilinn minn er ég nú líka orðin booking chef, og vinn 15 tima á viku á Akademisk Rejsebureau. Í raun gæti ég vel verið í fullu starfi þarna, svo mikið er að gera og alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það liggur við að námið sé orðið því sem ég dunda mér við í frístundum! Ég er a.m.k. svo upptekin að mér finnst ég varla hafa tíma til að vaska upp eftir mig hérna heima og helst þyrfti öll matargerð að fara fram á innan við 15 mínútum. Ég hlakka til þegar kærastinn minn kemur, því honum finnst alveg jafngaman að elda og mér og er vís með að elda flestar máltíðir ofan í okkur. Já, hann er að koma ...eftir viku! Eftir nákvæmlega viku verður hann meira að segja búinn að vera hér í nokkra klukkutíma. Ég verð að fara að taka saman allt dótið mitt, sem ég er búin að breiða um 39 fermetrana.

Já, svo er ég líka kennari, tvisvar í viku. Í seinustu viku gleymdi ég reyndar hvenær við höfðum ákveðið að hafa tímana og mætti á vitlausum degi. Í dag kom ég hlaupandi inn, móð og másandi og bogaði af mér svitinn eftir að hafa hjólað á ljóshraða inn í bæ frá Nörrebro. Svo henti ég töflusvampinum nokkrum sinnum í gólfið og einu sinni í sjálfa mig og ataði krítarryki út um allt (ekki þó strax eftir að ég kom inn, heldur svona sem leið á tímann). Veit ekki hvað þessi grey strákur sem ég er að kenna að babla á rússnesku heldur um mig. En það er kannski bara viðeigandi að rússneskukennarar séu hálfklikk. Rússland er hvort sem er klikkað land.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home