blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, september 15, 2007

Það er allt of mikið rok. Liggur við að maður detti af hjólinu í látunum. Það versta er að húsin á móti og fyrir aftan mitt eru pökkuð inn í stillansa og plast, sem bæði ýla og hristast liðlangan daginn og enn lengri nóttina. Ég varð að loka glugganum í nótt af því að ég vaknaði við lætin. Svo er maður hálfbúinn á því eftir stuttan hjólatúr, og þegar maður loksins nær heim eftir hatramma baráttu við norðangjóluna, er varla annað hægt að gera en að liggja fyrir í klukkutíma eða svo. Til allrar hamingju þarf ég ekki að fara meira út í dag, ekki fyrr en í kvöld. Þá er ég að fara í bjórsmökkun hjá honum Uffe mínum. Hann er einn af nokkrum fráskildum vinum mínum. Stundum slær það mig að vandamál vina minna (og mín líka) eru öll af fullorðinstagi. Einn er fráskilinn, ein er kynskiptingur, ein gengur með tvíbura, sumar eru einstæðar mæður, og svo var ég nú að frétta í gær að ein vinkona mín hefði logið að alheiminum varðandi faðerni barns síns í mörg ár. Svei mér þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home