blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Halló. Já, ég er alveg hætt að nenna að skrifa hérna lengur. Mér dettur einhvern veginn ekkert í hug...mér finnst ekkert gerast nema að með degi hverjum sekk ég lengra og lengra niður í fen heimabaksturs, linsubuffa og baunamauks. Og þessi síða er nýja biblían mín. Mömmu og Gunnari (sérstaklega Gunnari) myndu örugglega finnast ég jafn sérvitur og Ingibjörg, ef þau sæu sumt sem ég er að malla hérna frammi í eldhúsi.

Jæja. Ég ætlaði að reyna að skrifa eitthvað frumlegt og skemmtilegt, en svo varð það bara að hugleiðingum um eldamennsku, en það er hvort sem er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.

2 Comments:

  • Brauð dagsins hljómar mjög vel. Valhnetu- og graskersbrauð. mmmmm

    By Blogger Unknown, at 3:47 f.h.  

  • oh, ég vildi að ég hefði agann þinn. mér finnst þessi matur svo vondur. vantar alveg rjóma, smjör og salt í hann. og gráðost. heimurinn ætti að vera hjúpaður inn í gráðost.
    fokk!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home