blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, október 30, 2007

Haldiði að ég sé ekki bara komin á rússneska feisbúkkið. Sem er nótabene nákvæmlega eins og ameríska feisbúkkið, bara á rússnesku. Þar er ég meðal annars búin að grafa upp fólk sem ég hélt að væri löngu búið að gleyma mér, en það urðu þessir litlu fagnaðarfundir. Lífið er ótrúlegt stundum.

Ég er að reyna að ná mér eftir tvær vikur í Rús. Er enn í gírnum "á hverju kvöldi skal drekka minnst einn áfengan drykk, því þetta er búinn að vera svo stressandi dagur og svo er það ókeypis af því að við erum í vinnunni". En ég er víst komin aftur heim og í skólann, svo það er vissara að leggja þennan ósið á hilluna. Armen bjó til sushi í kvöldmat og það misheppnaðist eitthvað (mér fannst það fínt) svo hann stakk upp á að við drykkjum bara helling af rússneska kampavíninu sem ég hef verið að drösla heim með mér. Svo lognaðist hann bara út af eftir tvö glös. Veit ekki alveg hvað þetta á að þýða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home