blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hvert fór peningurinn minn eiginlega? Fannst ég eiga nóg af honum fyrir nokkrum dögum síðan.

Hvað um það, er að lesa Sjálfstætt fólk þessa dagana. Mesta furða hvað þessi bók fór fram hjá mér í menntó, man alveg eftir að hafa lesið hana en minnist þess ekki að hafa fundist hún neitt annað en leiðinleg þá, eða bara langdregin. Í þá daga þurfti allt að vera svo spennó og helst eittthvað dónalegt á hverri síðu. Núorðið nýt ég þess bara að lesa íslenskuna hans Laxness, hún er svo falleg. Armen hefur reyndar lesið þrjár bækur eftir Laxness og þar með mun betur að sér í honum en ég, blessaður maðurinn minn sunnan úr höfum. Um daginn spurði hann mig hvort að það væri hægt að rækta eggaldin og avókadó í gróðurhúsum á Íslandi. Ég varð að hryggja hann með því að segja að það væri því miður ólíklegt, svona miðað við meðaltal sólartíma á landi voru.

1 Comments:

  • peningur á það til að hverfa... ég kann eitt gott ráð, EKKI skoða heimabankann þinn;) ég opna ekki þann sorgarbanka nema svona einu sinni í viku.
    sjálfstætt fólk! skemmtilegt að þú skildir minnast á hana.. held það sé í lagi að nefna þetta hér en ég keypti hana handa pabba í jólagjöf og sendi hana sama daginn. það var ERFIÐUR dagur! ég verð að drífa mig á bókasafnið og lesa hana aftur.. ég elska þessa bók (gerði það notabene líka í mh!) hehe..

    hlakka til að sjá þig, við nic ætlum að sækja ykkur á völlinn, hann er auðvitað alltaf spenntur fyrir enskumælandi fólki!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home