blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, október 19, 2007

Vá, það er nærri mánuður síðan að ég skrifaði seinast. Um er að kenna gífurlegum önnum og algeru innblástursleysi. Ég hef verið svo andlaus að ég hef ekki einu sinni nennt að hringja í fjölskylduna mína undanfarið.

Kom heim frá Rússlandi í gær ásamt fríðu föruneyti ungs fólks, sem nú hefur kynnst veröld, sem það grunaði ekki að væri til. Eins og venjulega finnst mér ég hafa þyngst um að minnsta kosti tvö kíló á einni viku, og þar sem að ég er á leiðinni þangað aftur á sunnudaginn, er aldrei að vita nema ég geti bætt á mig eins og einu kílói eða svo í viðbót. Svo tókst mér að týna vísakortinu mínu, í fyrsta sinn held ég bara nokkurn tímann. Nema mig minnir reyndar að ég hafi annað hvort týnt því eða það runnið út, þegar ég bjó í Pétursborg í gamla daga. Borgin atarna var söm við sig í þessari ferð. Grá, reykmettuð og móskuleg á allan hátt. Rakastig í lofti var yfirmáta hátt að vanda og 5 stiga hiti var eins og 15 stiga frost. Annars að mestu leyti ágætt að vera þarna, gaman að hitta stelpurnar og svona.

1 Comments:

  • Viðskiptahugmynd: keyptu fullt af rússasjölum í næstu ferð.. hef heyrt kr. 5000 ísl boðnar per stukk.. :) Ég fékk annars eitt mjög fínt, svart, í millistærð frá Tobbu því hún átti leið um. knús

    By Blogger Tinnuli, at 4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home