Ég er hætt á Facebook, fannst vera komin of mikil BigBrother stemning í þetta, sérstaklega með þessar Applications. Hver stendur eiginlega fyrir þeim - "allow this application to access your information" ??????? Nei takk.
Fyrir utan það að ég var komin með nóg af að fá nákvæma skýrslu um hvernig skapi Jói sem ég þekkti fyrir tíu árum var í í gær, og að Solla hefði gengið til liðs við "100.000 manns sem hata Bush". Auðvitað er ég alveg jafn mikið að gefa Google upplýsingar um mig með því að skrifa þetta blogg. En þar sem að það er á íslensku en ekki á arabísku eða ensku, getur auðvitað verið að það veki minni áhuga hjá sæbersnuðrurunum. Og nú getur líka verið að ég fari að skrifa meira á það fyrst að það fara ekki margir klukkutímar á dag í að skoða facebook (ok, smá ýkjur en bölvaður tímaþjófur engu að síður).
Saga úr einkalífi mínu: Ég og Armen eigum tveggja ára afmæli í dag, húrra! Við erum hinsvegar svo óspennandi að við ætlum bara að fara út að borða og svo leigja mynd (og vonandi kaupa bland í poka, jibbí (hvað er að mér)). Engin fallhlífastökk eða jöklasafarí, eða hvað það nú er sem fólk finnur upp á til að gera sér dagamun þessa dagana. Reyndar hefði ég alveg viljað fara í parnudd á Badeanstalten og láta hnoða mín lúnu bein, en kannski við getum komið því við einhvern tímann seinna.
1 Comments:
Hey þið eigið afmæli á afmælisdeginum mínum! :)
By Nafnlaus, at 3:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home