blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, maí 06, 2004

Þetta er nú meiri sólarglenningur og hitinn fyrir utan!! Ótrúlegt alveg. Ætla að skrifa þýðingarverkefnið mitt utandyra á eftir, svo sólin megi skína á mitt skyrlitaða hörund.

Í gær kom skemmtileg nýjung til í lífi mínu. Ég tók metróið út í Bilka i hinni gígantísku verslunarmiðstöð Fields (shopping centers are soooooo 90´s!) og keypti mér þar 14 tommu sjónvarp á 750 danskar krónur og kom því heim sjálf.Það var reyndar mun áreynsluminna en ég bjóst við. Svo boraði Peter holu í vegg og setti upp kapal þannig að ég get horft á allan fjandann hvenær sem mig lystir inni í kytru minni. til allrar hamingju þurfti ég ekki að borga aukalega fyrir aðgang að kapalsjónvarpinu og ég heyrði það á stráksa að honum fannst hann ótrúlega miskunnsamur að la´ta mig ekki borga fyrir það. Mér finnst það nú bara eðlilegt enda nákvæmlega ekki neitt sem fylgir með kaupunum við þetta herbergi að öðru leyti, og ég borga það dýrum dómum að búa þar. en auðvitað var voða krúttlegt af honum að setja þetta upp. Seinna um kveldið, þegar hann og vinir hans höfðu sopið ölið drjúgt og horft á fótbolta með tilheyrandi öskrum og látum, kallaði hann mig litla prinsessu og pissaði fyrir opnum dyrum. Ég er svo aldeilis.
annars eru teikn á lofti fyrir því að ég komist bráðum inn á kollegí og vonandi að Peter litli lifi það af, honum finnst víst svo frábært að búa með mér.

Get ekki alveg ákveðið hvort ég eigi að fara á fimmtudagsbarinn í kvöld. Valið stendur milli þess og sjónvarpsins. Best að vera bara í sms sambandi og fylgjast með þróun mála í Sódómu fimmtudagskvöldanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home