blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, september 14, 2004

Hvað þýðir það að dreyma um frægt fólk? Mig hefur þó nokkrum sinnum dreymt að ég og J-Lo séum perluvinkonur (og hef m.a. verið með henni á djamminu og i kaffiboði hjá henni), en um daginn dreymdi mig að ég og Beckham værum kærustupar! Hann ætlaði meira að segja að dömpa Viktoríu til að geta verið með mér. Það seinasta sem ég man úr þessum draumi var að við vorum í Nóatúni í Hamraborginni að kaupa læri í einhverja hátíðamáltíð og svo ætlaði hann að skutla mér í vinnuna - á Borgarspítalanum! Og bið ég nú draumspaka að ráða í þetta.

Er annars að tapa mér í sælgætisáti. Það er mín helsta ánægja þessa dagana. Er búin með helminginn af Glæpi og Refsingu, sé fram á að eyða a.m.k. öllum laugardeginum í að skrifa ritgerðina um hana. áðan las ég á mbl.is að pottar hefðu gleymst á eldavél í Kópavoginum. Fékk strax heimþrá. Þess má annars geta að hér á skrifstofunni eru nokkrir bæklingar um íslensk menntamál, og í þeim gefur að líta nokkur kunnugleg andlit, t.d. Maríu Markúsar fiðlustelpu, og svo vinkonu hennar tinnu sem líka spilar á fiðlu, og stundar skylmingar. Man ekki hvað hún heitir. Einhverjir fleiri kunnuglegir voru þarna líka. Fékk líka heimþrá af því að skoða þessa bæklinga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home