blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, september 15, 2004

Nú má yfirkonan mín hún Elena Khorosjkina alveg fara að koma aftur frá Sankti Pétursborg. Er komin með nett leið á að sitja hér ein í þögninni með ekkert að gera. Nema að svara í símann og skoða www.arnews.ru í von um að einhver samvinna milli Norðurlandanna og Rússlands hafi átt sér stað. Igor frá skrifstofunni við hliðina á (held að það sé Megafon) kom í heimsókn í gær og lagaði prentarann, sem lét engan veginn að stjórn. Hann bað mig endilega að líta við í kaffi en ég er einhvern veginn of feimin til þess. er þess vegna Önnum kafin (hohoho) við að skipuleggja heimferðina.
Flugmiði til Köbba frá Pétri kostar 135 dollara. ég held að ég taki því bara þar sem að það kemur út á eitt ef ég væri að bögglast til Helsinki með rútu/lest og þaðan með flugi. En á maður að borga 3800 rúblur (u.th.b. 100 $) fyrir að fljúga frá Arkhangelsk til St.P eða 500 rúblur (11$) fyrir 26 tíma lestarferð. Það fer auðvitað eftir ýmsu. Hvenær ég má fara héðan t.d. Fer þó ekki seinna en 15.desember. Það er eftir þrjá mánuði. Mig grunar að þetta eigi eftir að líða hratt. Íslandsreisan er áætluð þann 21.desember. á reyndar eftir að panta miðann....geri það á morgun bara.

áðan var ég að skoða bloggið hennar Krunku og sá á færslum frá því í ágúst að Bill Clinton og Julia Stiles hefðu verið á Íslandi í sumar. Er þetta satt?

Svo talaði ég við Guðrúnu Dalíu á msninu í gær og hló mörgum sinnum upphátt, er ennþá að hlæja að lýsingu hennar á hvernig Stuttgart væri eins og ferð 100 ár aftur í tímann, "konur að kaupa egg í stykkjatali og raða í bastkörfuna sína". Svo gat ég ekki sofnað í nótt fyrr en seint, fyrir endalausum spekúlasjónum...í þetta sinn um atvinnumöguleika mína eftir áramót og um ókomna framtíð yfirleitt. Var allt í einu farin að gera plön um hversu margar einingar ég myndi taka á önn á námsárinu 2005 - 2006 (!!) og hversu marga tíma ég gæti unnið á viku, ímynda mér atvinnuumsóknir og viðtöl og þar fram eftir götunum. Spurning um að lifa í núinu eða hvað?


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home