blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, september 16, 2004

Ærðist í gær af hreyfingarleysi og fitusöfnun og hljóp út í Poljús verslunarmiðstöðina og festi kaup á joggingbuxum og iþróttaskóm. Fór svo í eróbikk hjá afródítu og skoppaði þar um eins og lítill hvítklæddur bolti, algerlega úr takt við allt og alla. Hinar nýju brækur reyndust svo vera of víðar í mittið og þurfti ég sífellt að hysja upp um mig, sem bætti ekki úr skák.
Eróbikk hefur nú aldrei verið mín sterkasta hlið (en af einhverjum ástæðum finnst mér mun auðveldara að vera í fönkdansi, órökrétt eins og það er), en þessi mambóspor sem eróbikkkennarar þurfa alltaf að vera að troða inn í flétturnar með tilheyrandi skrækjum "Mambó!" - á rússnesku útleggst það "mama!" eru mér óskiljanleg og gjörsamlega utan míns kóreografíska skilnings.
Mér leist nú samt ágætlega á pleisið og ætla að byrja í fönkdansi í næstu viku. Eftir að ritgerðinni um Dodda og kristilega boðskapinn í Glæpi og refsingu hefur verið skilað. Er eiginlega að spá i að byrja að skrifa hana í vinnutímanum í dag, ef ekkert fer að gerast hérna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home