blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 13, 2004

Hvað er hægt að fitna mikið á tveimur vikum? Ja maður spyr sig. ég nefnilega bæði sé það og finn að líkamsummál mitt hefur aukist svo sjá má á tveimur vikum. Þetta er ótrúlegt.
Ég er því búin að leggja strangar áætlanir um matarræði, labbitúra heim úr vinnunni og kaup á íþróttaskóm og eróbikk og danstíma í bjútícentrinu Afródíta, sem er í næsta húsi við mitt nýja heimili, Hostel Centr-Inn. Þetta er nefnilega það sem er mest pirrandi við að vera alltaf að fara til Rússlands. Sifelld fitun sem þarf svo að berjast við næstu mánuði.

Nú er ég sem sagt ein í vinnuni og er búin að fara í gegnum og safna öllum helstu fréttum um samvinnu norsks og rússnesks olíu og málmiðnaðar. Veit ekki alveg hvað ég á að gera núna. Prentarinn er bilaður, Elena er í St.Pétursborg so I am all alone and helpless.

Lenti alveg óvart á nettu djammi um helgina. Anne marie kom dragandi með vinkonur sínar, Zariönu og Lenu og poka fullan af bjór og víni. Þess skal hér getið að Anne Marie er um fertugt og ráðsett dama, en þykir þó greinilega sopinn góður. Eða amk ekki verri.
Zariana er 27 ára og frá Úkrainu, en hefur búið í Noregi í 4 ár. Hún er rosa skemmtileg! Lena vinnur með Anne marie á barnaheimili. við drukkum bjór og fórum svo á veitingastað og fengum þar að sitja í VIP herberginu sökum útlensks rikisfangs okkar. Þar var mjög eksótísk stemning, arabísk popptónlist og meirihluti gesta ættaður frá Armeníu, Dagestan, Aiserbadjsan og Georgíu. Mikið fjör og gaman.
á sunnudeginum tók ég vitlausan strætó (það er búið að gerast nokkrum sinnum). Á einni stoppistöðinni kom blindfullur maður með tvær vodkaflöskur og hálfétna appelsínu í fanginu inn. Svo settist hann og nagaði appelsínuna á milli þess sem hann saup á. Þess má geta að þetta var ekkert ómyndarlegur maður um þrítugt, en annan eins alka hef ég ekki séð lengi. Svo byrjaði hann að blikka mig og brosa til mín og kalla yfir þveran vagninn "Hei sæta! Hei litla" og eitthvað meira sem ég skildi ekki. Þegar hann fór út stóð hann í smástund fyrir utan dyrnar og kallaði til mín og hljóp svo á eftir vagninum mín megin. Alltaf gott að eiga sér aðdáendur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home