blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, ágúst 14, 2004

Lagsi búin að kaupa flugmiða og tryggingu. Um leið og ég var búin að smella á "Betal" fékk ég angistartremma yfir að nú hefði ég kannski keypt eitthvað vitlaust og ekki hægt að fá endurgreitt eða skipt nema gegn tugum þúsunda í þjónustugjald, eða bara alls ekki hægt. Nú spyr ég þá sem eldri eru: vex maður upp úr þessum taugatitringi eða er ég dæmd til að vera stressari alla mína ævi? Maður ætti kannski bara að skella sér í sér ferð til Gravendal til að vinna úr þessu...einhverjar rosa flækjur þarna á bak við.

Akkúrat í þessu augnabliki er ég stödd i þeim áhugaverðum aðstæðum að vera ein í tölvuherbergi með gömlu hösli, honum Niels Rune ( Nei, ekki Níels Rúnar Gíslason, þó nöfnin séu vissulega keimlík). Hann var ég að leika mér við seinasta vor ( Tönju til mikils hryllings, þau hata nefnilega hvort annað) og var svo mikil tæfa að láta hann bjóða mér í bíó og hringja svo ekki fyrr en viku seinna til þess eins að segja "jeg synes ikke vi skal ses igen". Sorrý Stína. Hann fór svo til amríku og ég bjóst ekki við að sjá hann aftur nokkurn tíma, og hvað þá hér í tölvuherberginu úti í skóla á laugardagseftirmiðdegi. Hann er nú besta skinn, en um leið og hann lýsti yfir (afar neikvæðri og háðulegri) skoðun sinni á laginu In da Club með 50 Cent, vissi ég að þetta yrði aldrei barn í brók hjá okkur. En fór þó með kauða í bíó (á leikna heimildamynd um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árið 1910).
Við látum þó sem ekkert sje, enda erum við fullorðið fólk og meira en ár síðan að þessir dramatísku atburðir áttu sér stað.

Í kvöld fer ég í kveðjupartí hjá samnemendum mínum sem eru að fara til Moskvu í sama dæmið og ég var í seinasta haust. Hef af því tilefni skrifað persónulegt bréf til gamla málfræðikennarans míns, hans Fjodor Ivanovitjs Pankov, sem ég ætla að biðja þau að afhenda. Þar sem að flestir í þessu "partíi" eru Jótar með mjög hallærislegan tónlistarsmekk og meðfædda andúð á dansi, er ekki við því að búast að samkundan fari úr böndunum á neinn hátt. Sem hentar mér vel, Bönga og Ernir koma á morgun og best að vera ekki skraufþunn þegar maður á deit við slík uppáhöld í lífi manns.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home