blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Minningar geisju

Ég held að ég sé að breytast í Ameríkana af öllu þessu Kanablaðri í vinnunni. Það er reyndar geðveikt skemmtilegur strákur í vinnunni sem heitir Dan. Hann hefur fengið mig til að íhuga menningarlegt verðmæti nútíma og poppmenningar. Hann tók eftir nýju stígvélunum mínum í dag. Einhvern tímann ætla ég að fá hann með mér á djamm beint eftir vinnu. Hann er nefnilega svo mikið svoleiðis.


Annars fékk ég óþægilegt flashback í gær. Ég veit fyrir víst að ég og bloggdrottning Íslands, Katrín Atla, vorum vinkonur þegar við vorum litlar. Og ég veit að hún býr eða bjó hér í Kaupmannahöfn, gott ef hún býr/bjó ekki á Öresundskollegíinu. Og í gær laust allt í einu niður í huga mér minningu um mig að tala við hana, að mér finnst inni á Moose, að segja henni frá að við hefðum verið vinkonur þegar við vorum litlar. Mig minnir að hún hafi lítið viljað kannast við mig, þrátt fyrir að ég rifjaði upp fyrir henni ýmis smáatriði úr vináttu okkar, og mér finnst eins og henni hafi þótt ég hálfklikkuð.
Kannski hefur þetta aldrei gerst og er eintómt afsprengi huga míns. Kannski gerðist þetta einhvern tíma á einu af mörgum fylleríum á Moose eða öðrum búllum bæjarins (Moose er samt líklegasti staðurinn), og ég verð að sætta mig við að komast ekki að sannleikanum í þessu máli. Því ef að ég hitti hana einhvern tíma aftur, fer ég nefnilega varla að spyrja að því sama og þar með staðfesta að ég sé rugludallur. Ég verð því sennilega bara að lifa með þeirri staðreynd að óhugnalega mikið úr lífi mínu verður eilíflega hjúpað áfengismóðu.


2 Comments:

  • hhæhæhæ:)
    veistu ég kannast eeeeekkert við þetta moose atvik.. og ég er nú alltaf edrú þannig ég ætti líklegast að muna eftir þessu.. en ef þetta hefur gerst og ég látið svona þá hefur það pottþétt verið bara af því ég er alveg hrikalega feimin..
    en heyrðu ég bý ekki á öresund kollegíinu heldur bara á nörrebro, vona að við rekumst á hvora aðra einhvern tíman bráðlega bara:) þá skal ég lofa að hlusta á smáatriði úr vináttu okkar með athygli (verð að viðurkenna að ég man agalega lítið aftur í tímann.. gott samt ef þú og óskar bróðir þinn áttuð ekki afmæli 29. jan og 29 des? og bjugguð í blokkunum aðeins lengra frá snælandsskóla en ég?)

    kveðja, Katrín

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:31 e.h.  

  • Haha, hæ! Mig hefur þá bara verið að dreyma þetta...en samt stendur þetta svo skýrt fyrir mér í minningunni...

    By Blogger Jon Kyst, at 3:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home