blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, desember 25, 2004

Einu hef ég alveg gleymt að koma að í þessu Bobby Fischer æði hér á landi. Þegar ég var í St.P í seinustu viku, lenti ég alveg óvænt á djammi með syni Boris Spasskí (ekki djók), sem heitir líka Boris Spasski. Bara myndarpiltur, doldið í Fróðalúkkinu ( úfið hár og skeggrót, loðinn jakki af óskilgreindri gerð og brúnleitar buxur sem hefðu vel getað verið úr vaðsekk), nema ekki með þessi gígantísku augu sem hann þarna krútti er með. Boris Spasskí yngri gaf af sér góðan þokka, þungbrýndur og orðfár til að byrja með, en það léttist yfir honum eftir þvi sem veigarnar tóku að fljóta. Svo er hann alveg eins og snýttur út úr nös föður síns.

Annars vil ég óska öllum gleðilegra jóla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home