Framvinda dagsins
Er búin að eignast fartölvu...sem heitir Toshiba Amilo eitthvað. Eða svo segir Ernir kærastinn hennar Böngu. Allavegana, draumur síðustu ára loksins orðinn að raunveruleika, held að mig sé búið að langa í svona tæki síðan að þær byrjuðu að sýna sig í scifi myndum hér í denn. Nú get ég verið að msn og skypa alveg eins og vitlaus í litla kollegí herberginu mínu, neinei, íbúðinni. Eða jafnvel verið á einhverju dirtytalk spjalli við skvapaða og fituga nörda hinum megin á hnettinum. Skiptir náttúrulega engu máli hvernig þeir líta út í raun og veru, svo lengi sem þeir gefa sig út fyrir að vera hávaxin glæsimenni með breiða kjálka, stælta handleggi og a flair for dominance in bed.
Svo er ég bara að tapa mér yfir strúktúralisma og fúnksjónalisma í málvísindum. Ef mér tekst að skrifa þessa ritgerð og fá ekki falleinkunn, ætla ég að bjóða sjálfri mér upp á eitthvað flott. Ef ég fell á þessari ritgerð, sit ég uppi með himinháan yfirdrátt sem ég get verið að borga fram að þrítugu. Pray for me.
1 Comments:
Velkomin heim Anna mín, vona að þessi ritgerð klárist sem fyrst.
Gleðileg jól :)
Hringdu ef þú hefur tíma (6950001)
Sóley
By Nafnlaus, at 2:11 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home