blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, desember 13, 2004

Vertu sæll, þú gaddfreðni Arkhangelsk!!

Mánudagsmorgunn, sit með blautt hár í sokkabuxum hér í svefnherbergi á fimmtu hæð á Prospekt Khudozhnikov í St.Pétursborg. Dvöl minni í Arkhangelsk er nú lokið, eftir þriggja og hálfs mánaðar ævintýri af ýmsu tagi.

Eiginlega gerðist svo margt seinustu dagana að það er varla hægt að segja frá því. Í stuttu máli sagt:
1. Hélt íslensk Litlu jól fyrir unga og aldna á laugardaginn með glæsibrag, er hæst ánægð með uppátækið.
2. Kvaddi Elenu með virktum á fimmtudaginn, á eftir að sakna hennar.
3. Fór á djammið í seinasta sinn í Arkhangelsk. Fórum á næturklúbb þar sem nærri allir gestir voru kvenkyns, utan fimm olíugljáandi gógódansara með sólgleraugu og jólasveinahúfur.
4. Komst að því að Ethan, sem var búinn að grenja utan í mér og segjast ekki getað lifað án mín, er giftur og á litla stelpu. Aumingjar og mellur allir upp til hópa.

Sjáumst á föstudaginn, kæra Danmörk, og á þriðjudaginn í næstu viku, þú ástkæra fósturjörð!

2 Comments:

  • hlökkum til að fá þig heim annsapannsa, gleðskapur hér á gamlárskvöld og vonandi stelpukósýheit hjá Ásdísi milli jóla og nýárs.
    En já, karlmenn eru allir aumingjar upp til hópa því miður!
    svo er ég búin að fá mér bloggsíðu þar sem ég kvarta og kveina undan álagi próflestrar.... www.sifjo.blogspot.com

    By Blogger Sif, at 7:19 e.h.  

  • Hver er asty? Kemst ekki inn á linkinn hennar!!

    By Blogger Jon Kyst, at 4:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home