blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, desember 28, 2004

Ammæli almæli amlæli lamlæli limlúlú lúlí lúlílei...

Ég á afmæli í dag!! Til hamingju með árin 24, Anna mín!
Langt síðan ég hef ávarpað sjálfa mig! Í bernsku minni vaknaði ég yfirleitt kát og hress á þessum degi en mánuði síðar vaknaði ég yfirleitt skælandi, þvi það var nefnilega afmælisdagur bróður míns. Mér fannst nefnilega svo mikið svindl að hann ætti afmæli svona stuttu á eftir mér, eða að hann ætti afmæli yfirleitt. Því fékk ég ævinlega sérköku og kórónu í afmælisveislunum hans, og öllum vinum hans fannst ég óþolandi. Æ, það var svo erfitt að vera barn. Enda finnst mér mun skemmtilegra að vera fullorðin og finnst það verða skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum sem líður.

Ég er búin að halda upp á daginn í dag með því að fara í sund með Böngu og Óskari, tókum nokkra hressilega spretti og sátum svo í pottinum í klukkutíma og ræddum helstu mál dagsins. Nú þarf ég að fara að skrifa ritgerð fram að kvöldmat og svo á að hitta my homegirls á Kaffi París klukkan átta. "Kaffi París", sögðu þær Bæjargilssystur í gær og supu hveljur af hneykslun á mér að velja svona lummulegan stað fyrir hitting, en sorrý, ég er bara svo útúr, við verðum þá bara að fara eitthvað annað eftir á ef hiti færist í leikinn.
Ég fór nefnilega í mat til Fjólu og Nonna í gær, þar voru þær Helga og Anna Hera einnig staddar, svo og ungur sonur Fjólu, sem ráfaði berfættur um með sín geysistóru bláu augu og nagaði dúkku. Þetta var hið ágætasta kvöld, Nonni bjó til rosa fínan mat og var svo í tiltektum mest alla heimsóknina, meðan við ungu konurnar skiptumst á slúðri og ég og Helga sögðum spennandi sögur úr einhleypingatilveru okkar. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Helga væri líka sjöa eins og ég (í enneagramminu) og sennilega ein sú egósentríska manneskja sem ég hef kynnst, en á mjög skemmtilegan hátt, soldið eins og Robbie Williams. Life is about fun, fun and more fun...and me, me, me. Í henni hitti ég jafnvel ofjarl sjálfrar mín (minnar, mín, Tinna, hjálpaðu mér!!), en ég hef löngum talið sjálfa mig með egósentrískara fólki. Jæja, best að segja ekki meira um það, sjáumst í kvöld!!!

3 Comments:

  • Til hamingju með afmælið skvís, öll árin 24.

    Vonast til að drífa það á kaffarann....ef ekki þá sjáumst við kannski á gamlárs?

    By Blogger Sif, at 9:11 e.h.  

  • Takk fyrir frábært afmæliskvöld Anna mín! Þetta var þétt strúktúralískt!

    By Blogger Tinnuli, at 8:07 e.h.  

  • Sömuleiðis, þetta var alveg frábært...enda var "function" þessa afmæliskvölds að vekja ánægju, vellíðan og samkennd, og ég er ekki frá því að það hafi bara tekist! Function and goal achieved, í anda Bates og MacWhinney!!!!

    By Blogger Jon Kyst, at 9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home