blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Mér finnst allt líf mitt stjórnast af tíðahringnum. Að minnsta kosti vika, gjarnan tvær af hverjum mánuði fer í brjálæðislega nammi/matar/kynlífsgræðgi, jafn mikið í vesen með bólur á stærð við Satúrnus á andliti, brjósti og baki, restin af mánuðinum fer svo í að jafna sig af afleiðingunum (þar til allt byrjar upp á nýtt)og svo fara alltaf nokkrir dagar í skemmtidagskrána sjálfa. Og mér finnst aukaverkanirnar af því að fara á túr versna með árunum. Nú er svo komið að mér er óglatt, með magann og mjóbakið í einum hnút, útblásin af vökvasöfnun, illt í fótleggjunum, svo ekki sé minnst á skapsveiflurnar sem fylgja öllu saman. Karlmenn eru ógeðslega heppnir að þurfa ekki að fara á túr. Oooooooooooohhhhhhhhh.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home