blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Smá meira röfl um kvennamál...eða réttara sagt mín kvennamál. Ég er hálfhrædd við þessa p-pillu sem ég var að byrja á. Það er svo mikið af hormónum í henni að hún heitir Dyane Mite. Fattiði? DYNAMITE!!!!! mér er búið að vera óglatt síðan ég byrjaði á henni, og nú eru skapsveiflurnar eflaust að byrja, því er eðlilegt að maður sitji heima og hlusti á Evu Cassidy og langi helst til að fara að grenja án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu? Ekki eins og dagurinn í dag hafi verið eitthvað mis, síður en svo. Kannski er þetta bara byrjunina á geðveiki, offitu og öðrum hryllingi.

Við Anna Hera vorum einmitt að ræða svona pillu-túr-barneignir á pitsubarnum á kollegíinu hennar í fyrradag. Já, pitsu, því ég hef sko ekki lyst á neinu nema jógúrt og óhollu jukki eins og núðlusúpum og pitsum. Þess vegna þarf ég að henda fullt á mat hér á eftir. Allavegana, aðrir gestir voru karlmenn að horfa á fótbolta á stórskjá, og ég held að þeir hafi allir verið Íslendingar. Við vorum þó ekkert að lækka róminn, heldur göluðum hátt og snjallt um þessi kjallaramál af mikilli hreinskilni. Enda hafa þeir bara haft gott af þessu.

1 Comments:

  • Hvur veit nema maður skelli sér til að sýna smá etnisk sammenhold. Hinsvegar eru tónleikar með goðunum okkar, þeim Nik og Jay, að mig minnir 4.apríl. Það er sko must-go!!! Ég treysti á samstöðu þína í því máli.

    By Blogger Jon Kyst, at 10:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home