blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Var að lesa bloggið hennar Sifjar og rak þá augun í skemmtilega færslu um mismunandi tímabil í lífi hennar. Það rifjaði upp eitt og annað fyrir mér, og ég er ekki frá því að ég skrifi svona færslu sjálf. Þegar ég hef tíma til. Fyrsta tímabilið sem rifjaðist upp fyrir mér var þerapíutímabilið mitt fyrir svona tveimur árum (varði í amk ár), þegar ég var nýbúin að fara í þerapíu og talaði vart um annað, var sífellt að ráða drauma fyrir fólk og öll samtöl mín og Böngu systur innihéldu orðasambönd eins og "greinileg afneitun" "svo rosalegt analitet" "það er náttúrulega bara litla barnið þarna inni í honum að kalla á hjálp". En ég var frelsuð, hvað get ég annað sagt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home