blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, maí 31, 2005

Ég er brjáluð. Hélt næstum því að ég væri búin að finna hjolið mitt, þar sem að ég kom auga á ljósblátt hjól við Amagercentrið, sem á vantaði standarann og bjöllluna eins og mitt. Mér til mikillar furðu passaði lykillinn ekki í og nýleg karfa var framan á, sem og miði með nafni og heimilisfangi konu sem hafði greinilega nýlega sótt hjólið úr viðgerð. Í viðgerðinni hefði t.d. vel verið hægt að skipta um körfu og lás.
Ég skrifaði stellnúmerið á hjólinu niður, stikaði heim eins og þrumuský og fann kaupspappírana frá hjólinu mínu fram. Stellnúmerin pössuðu ekki saman - en er hægt að breyta þeim? Getur verið að þetta hjól hafi bara alveg óvart verið eins og mitt? Eníveis, hringdi í lögguna og tilkynnti stuldinn, lögginn í símanum var sammála því að þetta væri sérkennileg tilviljun og ráðlagði mér að svipast um í nágrenninu. Eins og ég sé ekki búin að gera það.

Ef ég finn hjólið mitt verður þjófsrakkinn sótt/ur til saka og negld/ur á bretti og látin/n stikna í sólinni fyrir hunda og manna fótum. Eða leysast upp í rigningu, fer eftir veðri.

1 Comments:

  • En spurdiru logguna hvort hægt væri ad skipta um stellnumer?

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home