blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Það er orðið ALLTOF langt síðan ég komst út að skaka á mér botninn! Man ekki einu sinni hvenær ég lenti í slíku gamani, ef undanskilin eru kynnin við Snoop Dogg á Hróaskeldu. Þar var ég hvort sem er að selja ís og gat ekkert sleppt mér almennilega. Anna Hera lendir í kvöld eða á morgun, en hún er svo að fara beint til lands elds og ísa á fimmtudaginn og ekkert út úr henni að hafa á þann háttinn. Allar vinkonur mínar (amk þær sem á er treystandi í þessum efnum) eru erlendis eða í einhverju fokking sommerhus....nema, hey, ekki Nanna sem ég vinn með! Nanna er á litinn eins og núggat og syngur eins og hunangssmurður næturgali, og ég hlýt eiginlega að geta platað hana út á lífið með mér í ágúst. Annars veslast ég upp og dey.

Sá annars mjög pirrandi austurevrópska breikdansara á Strikinu í dag. Eftir að hafa heyrt þá góla sömu lélegu brandarana á stirðri ensku í tuttugasta skipti, fékk ég nóg og stikaði í burtu. Þó ekki fyrr en ég var búin að gjóa illilegum augum á þá og þeirra luralegu húfur og smetti, sem báru greinileg merki um að hafa nýlega glatað mottunni til heiðurs "ferðinni til Jevrópu". Þrátt fyrir eitraðar hugsanir mínar gat ég þó ekki annað en fengið nettan nostalgíusting.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home