blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Ég fæ miklu minni pening á morgun en ég bjóst við, nefnilega bara fyrir eina viku. Þá fæ ég vonandi meira eftir tvær vikur. Er að reyna að róa mig og sættast við þá staðreynd að ég geti ekki keypt mér bláa bolinn í Vila fyrr en seinna, og ekki fyrr enn ég fæ meira útborgað. Mjög passandi er ég að horfa á drPhil, og þema dagsins er: fjármál. Nú er einmitt verið að segja að í dag gildi allt aðrar reglur um einkafjárhaginn en í gamla daga, þarf sem var nóg að vinna eins og heiðarleg manneskja og borga reikningana. Nú er allt orðið flóknara og miklu snúnara og þarf ekki nema eitt lítið feilspor til að lenda í gjaldþrotsgryfjunni. Mér líst ekki á stefnu mála.

1 Comments:

  • nei nei trúðu mér nú eru betri tímar. Einu sinni var verðbólgan 80%-200% í skandinavíu þannig að einn daginn voru 1000 krónurnar þínar orðnar að túkalli:z særandi það!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home