Pælingar
Ég er búin að ákveða að skammhlaupið í heilanum á mér (sjá fyrir neðan)sé til komið af notkunarleysi hins bilaða apparats (heilans). Síðan um miðjan maí hef ég ekki litið í eina skynsamlega bók, legið í rússneskum rithöfundum og dömublöðum, horft á Bráðavaktina og Simpsons í óhóflegu magni, röflað við gamlingja og lakkað á mér neglurnar. Til allrar hamingju kemst ég aftur í skólann í september...lífið kemst aftur í réttar skorður um næstu helgi:
- Anna Hera kemur heim.
- Anne kemur heim frá Kosovo/Beograd þar sem hún er í augnablikinu að digga við e-n Serba.
- Partí hjá Ditte á föstudeginum.
- MGU (Moskovskii Gosudarstvenni Universitet=Ríkisrekni Háskólinn í Moskvu) Reunion á laugardeginum: endurfundir við skólafélaga og þar með hægt að komast í skólastemningu.
- Mánuður í Miguel - JÚHÚ eins og guttinn myndi segja.
- Systkini mín koma í heimsókn á sunnudeginum...eða mánudeginum (þarf að koma þessu á hreint).
- Það kemur endanlega í ljós hvar og hvernig ég mun sjá fyrir mér fram að áramótum (og vonandi fæ ég svar frá helv. SU-skrifstofunni).
- og svo ætti ég kannski að fara að fjárfesta í flugmiðanum heim um jólin...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home