blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

HRESSANDI ÞETTA VEÐUR

Í gær var heitt og mollulegt og ég var að bráðna. Þess vegna fór ég í sandala og ekki í peysu undir jakkann í morgun. Þar urðu mér á mikil mistök, því ég er búin að vera að krókna í allan dag. So much for global warming.

Var að vinna í Friheden í dag, og það er sko niðurdrepandi úthverfi der vil noget. Ég var að leka niður úr þreytu eftir kvöldvaktina í gær, enda þarf að rísa snemma úr rekkju til að komast til úthverfa Kaupmannahafnar. Því lufsaðist ég um allt Suður-Hvidovre með úfið hár, berrassað og fitugt andlit og þurfti ýmist að pissa, drekka vatn eða borða. Þegar skemmtidagskránni lauk um eittleytið tölti ég, gjörsamlega búin á því, upp á Friheden station og beið þar í hálftíma eftir lest sem ekki lét sjá sig. Á endanum var mér nóg boðið og ég tók nr.18, sem stoppaði fyrir neðan stöðina (auðvitað of langt til að hægt væri að ná lestinni ef til kæmi), og ekki var ég fyrr sest upp í vagninn fyrr en tók að suða kunnuglega í lestarteinunum. Þá var auðvitað of seint til að hlaupa aftur upp á pall og ég sat sem fastast. Fimm mínútum seinna sofnaði ég og raknaði ekki úr roti fyrr en neðst á Falkonér Alle, komin framhjá metróinu og mátti aka með inn á Nörrebro og taka þar 5A. 5A ekur um miðbæinn og er þarafleiðandi ekki hraðskreiðasti vagninn í bænum. Það tók mig einn og hálfan klukkutíma að komast heim til mín - ferðalagið til Hvidovre í morgun tók hinsvegar 40 mínútur.
Svo það er ekki einungis SVR sem er að missa sig, DSB mættu alveg fara að taka sér tak.

Annars get ég sagt frá því svona í lokin að grámóskan og kuldinn úti eru að drepa mig.

2 Comments:

  • Ég held þú ættir að skella þér heim til íslands. Það er reyndar komið haust, en nýja leiðarkerfið er alveg merkilega gott, enda unnið að uppskrift sænskra fræðimanna á þessu sviði.

    By Blogger Tinnuli, at 12:46 f.h.  

  • Já Tinna, er við hittumst við Hlemm þarna um daginn opnuðust augu mín fyrir hinu lekkera leiðarkerfi...það er hressandi

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home