blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Var í fríi í gær og nýtti þann daginn til að skúra og skrúbba höllina hátt og lágt, enda var orðið nett ólystugt hér inni. Nú er t.d. minn eini gluggi svo hreinn að þvottastatífið speglast í honum. Alltaf má þó betur um bæta, er svona að spá hvort ég ætti að rífa gardínurnar niður og skella þeim í vél. Svo held ég að sé bara útlit fyrir annan frídag í dag...sko, ekki hringdi ComfortCare í mig núna í morgun, og ég var hálfpartinn búin að mæla mér mót við Lenu í kvöld. Svo ég er að spá í að slappa af og gleyma peningaáhyggjum mínum í einn dag og eiga líka frí í dag. JÁ ÉG VEIT, ég þarf alltaf að ræða og réttlæta allar ákvarðanir mínar við sem flesta áður en ég get tekið þær í sátt.

Svo var næst seinasti Topmodel í gær. Þetta er farið að verða spennandi - ætli það verði hin blinda Amanda sem vinnur þetta? Hinar tvær eru jú svartar og önnur þeirra pínulítil frekja, en hún gæti þó alltaf orðið lágvaxonn arftaki Naomí. Annars finnst mér alltaf fyndið hvernig er snúið upp á staðreyndir lífsins í amerísku sjónvarpi:

Amanda: "I'm legally blind, so it's very hard for me to read the streetsigns..." Mér þætti gaman að spjalla við þessa dömu og heyra hversu mikinn mínus hún er með, í fyrsta lagi er hún alltaf með voða sæt gleraugu sem geta ekki verið sérstaklega sterk, þar sem að augun í henni eru nákvæmlega jafn stór bak við glerið og þau eru annars. Í öðru lagi er ég líka mjög nærri því að vera "legally blind", og það hefur hingað til ekki hindrað mig í að ferðast utan dyra.

Annað dæmi sem ég hef hugsað mikið um....Þegar Hilary Swank er lögst í lamasess í Million Dollar Baby, talar Eastwood um að það hafi tekið starfsfólkið á umönnunarheimilinu marga klukkutíma að fá hana á lappir á morgnana (þ.e.a.s. yfir í hjólastólinn)! Hver einasta manneskja sem hefur komið að umönnun veit að það tekur aldrei meira en í allra hæsta lagi 1 1/2 klukkutíma að koma fatlaðri manneskju á fætur, og ég myndi giska á enn styttri tíma í svona tilfelli eins og í myndinni. Svo má spyrja sig hvers vegna svona fínt og nútímalegt heimili bjó ekki yfir eins og einni Saritu eða lyftara til að lyfta sjúklingunum...

Jæja, en þetta var bara smá nöldur frá manneskju sem veit betur...

4 Comments:

  • Það er hægt að vera með þunn gleraugu þótt maður sé með hryllilega vonda sjón. þau eru bara alveg hrekalega dýr....

    By Blogger Tinnuli, at 2:13 e.h.  

  • Gleraugun geta verið þunn...en mínus verður alltaf mínus. Gleraugun mín eru mjög þunn og lekker, en hinsvegar eru augun í mér eins og tvær músarglyrnur bak við þau.

    By Blogger Jon Kyst, at 4:17 e.h.  

  • Áttu gleraugu?

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:06 e.h.  

  • já, ég á gleraugu...en dyl það sem mest ég má fyrir umheiminum. Ég er bara með þau heima og eg held að enginn annar en Miguel hafi séð mig með þau - og ég er líka frekar feimin við það. En það er aldrei að vita nema þú fáir að sjá, ef þú biður fallega ;-)

    By Blogger Jon Kyst, at 2:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home