Í gær brugðum við Alexander okkur í bæinn, allt of langt liðið síðan seinast, og eftir að hafa vaðið í villu og svíma meðal kynvillinga, kynskiptinga og klæðskiptinga á þar til gerðum öldurhúsum, enduðum við á Australian Bar. Allir við innganginn voru á að giska átján ára gamlir, og við spurðum miðasölukonuna flissandi hvort við værum of öldruð til að fá inngöngu. Hún svaraði sem svo að við myndum eflaust hækka meðalaldurinn þarna inni verulega, og við veltumst hæandi og hóandi inn í Sódómu æskunnar. Eiginlega er ég nokkuð ánægð með þetta svar konunnar, við þurftum ekki einu sinni að sýna skilríki sem er annars fastur og óskemmtilegur liður bæjarferða minna. Það er nefnilega svo að öllum finnst ég líta út fyrir að vera 17-18, ein gamla konan í vinnunni (kannski ekki marktækt, en samt) hélt að ég væri 16 ára!! Ég ætti kannski bara að taka þessu sem hrósi en mér líkar þetta ei. Þetta reyndum við ákaft að útskýra fyrir tveim unglingspíum í gær, og rákum smettin eins nálægt þeirra sléttu smettum og mögulegt var, til þess að sanna að "jo, vi har altså rynker!!" Við erum kannski bara klikkuð, a.m.k. var horft þannig á okkur.
Nú ætla ég að fara til Alexander og horfa á þynnkubíó og borða grænar ertur og drekka vatn, svona til að hreinsa skrokkgreyið mitt.
2 Comments:
Hefuru séð closer? Þar komst nefnilega einn leikarinn snilldarlega að orði um það hversu leiðinlegt er að líta enn út fyrir að vera unglingur og gaman að vera kona. Hann sagðist líka við Juliu Roberts því hún væri falleg KONA en líkaði ekki útlit Natali Portmann því hún hefði KJÁNALEGA FEGURÐ ÆSKUNAR! Reyndar finnst mér báðar þessar leikonur gullfallegar en ég skil samt alveg hvað hann meinti;)
By Nafnlaus, at 7:47 e.h.
Já, ég hef séð þessa mynd og fannst hún frábær, man samt ekki eftir þessu:-) Hinsvegar held ég að ég þjáist ekki svo mikið af kjánalegri fegurð, meira að fólk tekur ekki mark á mér/talar við mig eins og ég sé barn, sem er óþolandi!!!
By Jon Kyst, at 12:52 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home