blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, ágúst 08, 2005

Í gær gerði ég samning við sjálfa mig um tvö atriði.

1. Ekkert óþarfa glingur eða föt verður keypt í þessum mánuði. Ekki svo gaman, en sjálfsagt fyrir bestu.

2. Það er ekki þörf á að vinna meira en eitt húsverk á dag (fyrir utan daglega hluti eins og að þvo upp, elda, fara út með ruslið og svoleiðis). Fargi er af mér létt við þetta. Veit ekki hvernig fólk fer að því að eiga börn og hafa samt alltaf allt gljáandi hreint.

Ég byrja í nýju vinnunni á morgun. Hún felst í því að mæta eldsnemma í úthverfum borgarinnar og fara þaðan um víðan völl að sinna lókal gamlingjum. Á morgun fer ég t.d. til Söborg. Þar átti Ivan heima. Um helgina á ég að fara til Hvidovre. Svo kemur í ljós hvað gerist restina af vikunni. Topmodel 3 í kvöld, júbbí!!

3 Comments:

  • já það er rétt, maður er alltaf að stressa sig of mikið yfir drasli og plássleysi! En bíddu, ertu komin í nýja vinnu, hættiru að meika hitt eller hvad?

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:27 e.h.  

  • Hvernig er þetta, geturðu aldrei losað þig út úr þessum bannsetta ellimannabransa! Eftir næsta vetur erum við Ellibransinn Só Dönn! Er strax farin að semja krassandi atvinnuumsóknir til að senda á einhverja þurrprumpustaði.. En þarna í Dan er þetta víst vellaunað. Annað en hér. Djö er ég orðin þreytt á að vinna með fólki sem er með 40000 kr hærri grunnlaun en ég, bara af því að það er í FOKKIN Læknanámi! Helló!

    By Blogger Tinnuli, at 7:31 f.h.  

  • Jú, ég hef nú oft sýnt einhver tilþrif til þess, en enda alltaf í sömu vitleysunni. Þrennt kemur til: auðvelt að fá svona vinnu (og mikið af henni),ég kann hana og finnst hún ekkert leiðinleg þannig séð, og svo er þetta frekar vel borgað - 160kr á tímann á kvöldin!En auðvitað er ég alltaf á höttunume ftir einhverju skárra...

    By Blogger Jon Kyst, at 5:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home