Eins gallhörð singla og ég var nú fyrir átta mánuðum síðan....þá virðist það hafa skolast út síðan ég komst á fast. Mér hreinlega leiðist að hafa kærastann minn ekki hjá mér. En það er kannski ekki slíkt sem ungar og sjálfstæðar konur eiga að láta út úr sér.
Meðal annars: lenti á Ívan, hinum danska ex, á msninu rétt áðan (logga mig á í þeirri trú að nú muni ég eiga rómantískt rafrænt spjall við mann drauma minna, og þá stinga draugar fortíðar upp kollinum), og mig grunar hálfpartinn að hann gæti hafa misskilið eina setningu mína sem daður. Til umræðu var fyrirliggjandi partí í kollektívinu þar sem hann bjó og ég sagði :
"nå men jeg kommer ihvertfald til den fest, hvis du er der".
Átti ég þá við að ég kæmi til veislunnar sama hvað á dyndi, hvort sem hann væri kominn heim frá fríi í Búlgaríu eður ei. Hann fór þá strax að segja að við gætum þá haldið spjallinu áfram þar og að hann yrði nú aldeilis orðinn brúnn og sætur þegar þar kæmi sögu. Sussubía.
En hvað um það. Þessi afleysingaskrifstofa sem ég réði mig hjá er ekki enn búin að láta mig fá vaktir fyrir þriðjudaginn. Ef að ég verð ekki enn búin að fá vaktir á miðvikudaginn ræð ég mig eitthvað annað. Ætla sko EKKI að láta afleysingaskrifstofu eyðileggja fjárhag minn eins og fyrir tveimur árum síðan.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home