blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Það er óþolandi að sækja um kúl vinnur og fá þær svo ekki. Það er vont fyrir sjálfstraustið. Og hver er það sem kallar sig redken hair color og skrifar kjaftæði sem athugasemd við dálkinn minn? Ó mig auma. Anna Hera, þín er sárt saknað hér í pölseland, komdu sem fyrst heim á Amager og við getum aftur farið að plaga barþjónana á kollegíbarnum um "mere R'nB". Veðrið er leiðinlegt en hinsvegar er ég í fríi næstu tvo daga og get því gert nákvæmlega það sem hjertet begærer.
P.S. Anna, þetta krem sem þú gafst mér...ertu viss um að þetta sé ekki brúnkukrem? Ég þori ekki alveg að prófa þetta fyrr en ég er viss um hvaða efni leynast í hinni glitrandi kvoðu...

1 Comments:

  • Það er ei svo langt í mig, tökum eitthvað ærlegt sprell í lok mánaðar:) Varðandi gliturkvoðuna: Ég prófaði einu sinni að setja þetta á mig og ekki breyttist húðlitur minn við það. Svo finnst mér lyktin af kvoðu þessari mun betri og áferðin mýkri en á venjulegum brúnkukremum svo ég held að svarið sé nei og þér óhætt. For sikerhedskuld: Þú getur líka prófað að setja smá lag á stað sem aldrei sést, t.d. efri maga og skoðað næsta dag og kannað hvort e-ð hafi gerst!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home