blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er búin að þeytast um í allan dag, byrjaði á því að hjóla til Hvidovre eins hratt og járnfákurinn komst, og hjólaði síðan það bölvaða hverfi í ræmur, ef svo má segja. Að vinnudegi loknum lá leiðin niður í bæ á Danhil ferðaskrifstofuna til að ná í flugmiðann minn, en svo þarf ég að fara þangað aftur á morgun hvort sem er. Svo fór ég heim, fór í sturtu og hvíldi mig í smá stund, og svo var farið aftur af stað að kaupa alls konar drasl, og var lagt út með því að kaupa hárauða trollí-ferðatösku og svo aftur með hana heim. Þarna var mig eiginlega farið að svima pínu af þreytu, en ég þrammaði þó einbeitt út í Amagersentrið til að ná þar í ýmsar nauðsynjar fyrir ferðina á sunndaginn. Þar var ég næstum því búin að kaupa Vagabond stígvél á 900 krónur, en stoppaði sjálfa mig á seinustu stundu. Þá lá leiðin í H&M, þar sem ég fjárfesti í nokkrum ódýrum bolum og peysum, og svo vettlingum og belti. Enda er alltaf mikilvægt að hafa fylgihluti til skiptanna þegar haldið skal í reisu og ekki hægt að hafa mikið af fötum með. Get bara ekki alveg ákveðið hvaða skó ég eigi að hafa með, og hvar skuli draga fásinnismörkin.

Mikið hlakka ég annars til að fara til míns heittelskaða Rússlands.

1 Comments:

  • To work with Shiny New Things, work with Dusty Old Things
    O'Reilly European Open Source Convention October 17-20, 2005, Amsterdam, The Netherlands Most web developers don't do what they do for the money.
    Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark it!

    If you get time, check out my site on sexual performance enhancement. It pretty much covers all kind of stuff related to sexual performance enhancement. Thanks!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home