blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Mér hefur borist kosningaseðill. Hér eru semsagt bæjarstjórnarkosningar yfirvofandi...eða Kommunalvalg,er það ekki það sama nokkurn veginn? Hvað um það, ég hef ekki kosið síðan ég var átján og man varla hvernig á að setja kross við rétta aðilann eða hvað það er sem maður gerir. Síðan hef ég nefnilega blessunarlega verið á flakki um heiminn (eða nærri því síðan, það er þarna eitt ár sem ég veit ekki hvað varð um) og látið mig litlu varða um kosningar, hvort sem heldur bæjarstjórnar eða forseta. En nú er þessi snepill kominn hingað í hús og mér það vald gefið að hafa áhrif á þróun mála hér í Danaveldi. Í Kaupmannahöfn, amk. Rétti upp hönd allir sem finnst að ég ætti að gera eitthvað i málinu.

Já, og svo er ég að fara í etnologi næstu tvo dagana, og hyggst þar sanka að mér vitneskju og yfirsýn til að geta skrifað nokkrar síður um tvö ólík sjónarhorn á þróun sögunnar núna um helgina. Þó finnst mér ekki að ég ætti að lesa fyrir næstu tvo tíma, ég er hvort sem er algerlega úti á þekju í þessu fagi. Eða þó. Ég get enn náð að lesa nokkrar síður fyrir morgundaginn..eða hvað??

2 Comments:

  • jebs, næsta þriðjudag flykkjumst við á kjörstað:=) Hef ekki hugmynd um alla þessa flokka en minn maður er auðvitað búin að kynna sér málið til fullnustu. Kannski maður þurfi að funda...?

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:47 e.h.  

  • velkomin heim yndisrúsínan mín:):):) ég get ekki skrifað mikið því maginn á mér er að éta hin líffærin mín! HJÁLP!! er að fara að borða santa fe pizzu svo ég segi bara hlakka til að sjá þig um jólin og hafðu það gott á spáni:)

    By Blogger Halla, at 9:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home