blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, desember 13, 2005

Á algerum mettíma gleypti ég í mig dágóðan skammt af fölskum héra, kartöflum og brúnni sósu, svona á milli anna. Samt finnst mér kjöt-sósu- og kartöflu-þörf minni alls ekki vera fullnægt, er svo langt komið að ég fari að kaupa mér annan skammt á 25 kr? Og hvurslags níska er það að vilja ekki gefa manni smá ábót, nógu dýrt er þetta nú samt! En almáttugur, hversu ég þrái að hafa heilt lamb fyrir framan mig og stærðarinnar sósupott og kartöflur með því, svo megi sitja að sumbli þar til magasekkurinn brestur!

Jæja, en ég er semsagt á fullu að vinna, vinna vinna. Er í augnablikinu úti í skóla að fara í seinasta bókmenntafræðitíma annarinnar, og er búin að sjá það að það dugir ekki að skilja bækurnar eftir heima, þær verða víst að koma með til Íslands eins og hver önnur plága. Á morgun á ég þó frí og ætla að eyða deginum í fegrunaraðgerðir. Við Anna Hera tökum daginn snemma og eigum okkur mælt mót við snyrtifræðing einn úti á Frederiksberg, sem ætlar að framkvæma vafasömustu operasjónir á okkur, en hinsvegar hef ég heyrt því fleygt að þær geri hverja konu fagra sem Beyoncé og lekkera sem Lopez. Og þá þýðir ekkert að ligge på den lade, eins og danskurinn segir. Enda er julefrokost framundan og um að gera að skarta sínu besta, sama þó að þar verði sömu leppalúðarnir og alltaf. Já. Jon Kyst, yfirmaður minn og andlegur leiðtogi, kvæntist 23 ára gömlu kærustunni sinni í gær. Hann er ótrúlegur, karlsnakkurinn.

2 Comments:

  • Anna, eg held thad thurfi ad hlydra ther aftur um 50 ar.....KJET, SOSA OG KARTØFLUR!!!! Smørrebraudsarattan er einnig merki um ad thu (og reyndar allir adrir danir) eru ekki medal vor i framtidarplaninu

    Barinn i knøld?

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:28 e.h.  

  • hmm.. heyrist mér matarsýkin ógnvænlega farin að breiðast um skandinavíu.. við verðum að vara systur vor við!!!! ;)
    af mér er það hins vegar að frétta að sökum annríkis hafa þrálátar matarhugsanir mínar látið sig að mestu leyti hverfa!! húrra fyrir vinnu og skóla!! NOT!!!!!!!

    By Blogger Halla, at 1:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home