blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, desember 21, 2005

Ég var búin að gleyma íslenska skammdeginu. Núna er klukkan að verða níu og koldimmt fyrir utan, rétt eins og væri hánótt! Í Danmörku kvartar fólk og kveinar þó að birti upp úr átta, hér lítur ekki dagsins ljós fyrr en um ellefu.

Ég komst semsagt heim með miklum töfum í gær, það er eins og þessi ódýru flugfélög séu gjörsamlega ófær um að halda tímaáætlanir - mér finnst það hafa gerst í hvert einasta sinn sem ég hef flogið með slíku félagi. Alltaf skal vera að minnsta kosti klukkutíma töf. Ég mátti því húka á Kastrup nærri fjórum tímum lengur en ég hafði gert ráð fyrir, umkringd gráhvítum víkingum og þeirra barnakraðaki. Það er nú meira hvað þessi litla þjóð okkar framleiðir af börnum! Það er langt síðan að ég hef séð svona mikið af litlum börnum á einum stað (sem var ekki leikskóli/vuggestue). Og skrýtnast fannst mér að heyra íslensku allsstaðar!

En auðvitað var æðislegt að koma heim, mamma eldaði hangikjöt í matinn, smá forskot á sæluna. Bönga kemur í dag, jibbí, og ég er að spá í að skella mér í sund eftir en liten stund.Tinna, hringdu í mig!

1 Comments:

  • hittu bæjargilssystur á sirk í kveld

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home