Maður hlýtur að fá appelsínuhúð af pebernödder, því mikið gríðarleg ósköp hefur það fyrrnefnda færst í aukana undanfarið á mínum annars svo velsköpuðu rasskinnum. Ég er ekki sátt við þetta. Ekki nóg með að ég sé með viðurstyggilega koffín/rauðvíns/eitthvaðs bletti á þrem tönnum, sem afskræma ungmeyjarbrosið blíða, nú er svona ófögnuður líka farinn að gera vart við sig. Það er ekki mánuður síðan ég tjáði Felix yfir Robinson úrslitunum að nei, ég væri sko ekki með neina appelsínuhúð, annað en sundbuxnaklæddu dömurnar á skjánum. Það hefði ég greinilega látið betur ósagt. Og það versta er að það er nákvæmlega ekki neitt hægt að gera í þessu, því ekki er hægt að airbrusha veruleikann?
Jon Kyst er búinn að ákveða að ég eigi að fara á fund með honum kl.8.45 á þriðjudagsmorgun. Það samræmist ekki mínum plönum. Því miður er hann ekki einn í þessu samsæri, nokkrir háttsettir DIS-aðilar eru þar með í ráðum, svo það þýðir víst lítið að malda í móinn. Ef ég vil halda stöðu minni þar. Hún er nú reyndar fremur óskilgreind og dularfull að öllu leyti og margir sem halda hreinlega að ég sé nemandi þar en ekki starfsmaður.
1 Comments:
hæ:) heyrðu hvað verðuru lengi hjá okkur?? og annað, verður MJÖG stíft prógram??
By Halla, at 5:47 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home