blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, desember 18, 2005

Eruði að kynda mig með því hvað það er stutt í jólin? Ég á eftir að kaupa nærri allar gjafir, þvo fötin mín, svo mikið sem hugsa um hverju eigi að pakka og þar fram eftir götunum. Enda ekki von að maður komi einhverju í verk með þeim slæpingshætti og landeyðuskap sem hefur verið hér við lýði undanfarið.

Nadja kom hingað í stutta heimsókn í gær og sýndi mér myndir af sínu feita og fagra barni og gaf mér eina þar sem barnið heldur rauðum plastgaffli upp að kámugu andliti sínu og starir ákaft inn í linsuna með hálfgeðsýkislegu brosi. Það leikur ekki nokkur vafi á því að barnungi þessi er af hreinum víkingaættum og mun hún eflaust láta hraustlega til sín taka í framtíðinni.
Auðvitað vorum við ekki bara með myndasýningar, einnig var rápað um miðbæinn, snætt á Rizraz í hádeginu þar sem ég og einn þjónninn störðum mikið á hvort annað. Fyrst hélt ég að það væri bara af því að hvoru um sig þætti hitt frítt sýnum, en þegar við yfirgáfum staðinn áttaði ég mig á að þessi strákur var eiginlega mjög kunnuglegur og ég er nokkuð viss um að hafa einhvern tímann talað við hann áður. Vonandi hef ég ekki verið að slumma hann á einhverju diskótekinu. Hann hefur þvælst mér fyrir hugskotssjónum í allan dag en ég get engan veginn komið dýrinu fyrir mig. Það er kannski bara eins gott. Annars vinnur svo mikið af sætum strákum á Rizraz að maður veit varla hvert á að horfa, alls staðar svífa dökkeygir draumaprinsar milli borða og skilja eftir sig sæta angan af eyðimerkursandi og þúsund og einni nótt....Neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii djók.....aðeins að missa sig!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home