blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, desember 31, 2005

Í gær bauð Sóley mér með sér á forsýningu Rumour has it með henni sætilínu Jennifer Aniston í aðalhlutverki ásamt myndarmenninu ...alveg dottið úr mér hvað hann heitir, hann sem dansaði við úlfa um árið. Allavega, fín mynd sem fjallar að einu leyti um fjölskyldu sem á sér leyndarmál, og að öðru leyti um unga konu sem getur ekki tekið réttar ákvarðanir í lífinu og er nærri hætt með unnustanum út af einhverri vitleysu. Þarf að vera að núa manni þessu um nasir? Ég bara spyr. Er ekki hægt að gera myndir um...jæja, maður hefur þó alltaf Sex in The City.

Í dag er gamlársdagur. Nú er ég að bíða eftir að Hallgerður komi heim með hárþurrkuna svo ég geti farið í sturtu og svo sett rúllurnar hennar mömmu í hárið. Svo ætla ég á Nesveginn í rauðum prinsessustígvélum. Ekki fyrr en eftir miðnætti þó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home