Þá er ég komin aftur heim í gráan og nöturlegan hversdagsleika lífs míns. Var rétt í þessu að skoða bréfapóstinn, og þar var m.a. bréf frá SU-styrelsen, þar sem var útlistað fyrir mér í nákvæmum smáatriðum, hvers vegna ég hefði ekki rétt á SU og mætti í rauninni bara éta það sem úti frysi fyrir þeim. Einnig beið mín lítið rukkunarbréf út af einhverju frímerkjarugli, svo og þriðja skattkortssettið. Veit ekki alveg lengur hvað ég á að velja.
Jæja, en það þýðir víst lítið annað en að takast á við þetta líf, eftir að hafa eytt þrettán dögum í sælufaðmi fjölskyldunnar. Ágætt var hinsvegar að innistæðan á reikningnum mínum var dulítið hærri en ég bjóst við og því ekki allt slæmt í stöðunni. Nú ætla ég út í hann Nettó minn og kaupa inn.
2 Comments:
velkomin heim!
By Bjorgvin, at 4:49 f.h.
Takk elskan, heldurðu að ég hafi ekki farið að þínu ráði og keypt mér plastostaskera í Fakta? Nú er bara að prófa gripinn...Gleðilegt ár!
By Jon Kyst, at 7:47 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home